Nánar um lesblindu

Ron Davis

-Ron Davis er frá Bandaríkjunum

-hann er sjálfur mjög lesblindur og var nánast ólæs langt fram á fullorðinsár

-hann hefur þróað þessa aðferð og ætlaði hana aðeins fyrir sjálfan sig

 

Davis® aðferðn

-byggir á sérstakri þjálfun sem miðar að því að ná stjórn á skynvillunni

-leiðréttir ekki neikvæða þætti lesblindunnar

-það gerir leirinn 

 

Myndræn - orðræn hugsun

-flestir búa yfir hvoru tveggja

-lesblindir beita myndrænni hugsun í mun meira mæli

 

Myndræn hugsun

-listrænir einstaklingar

-hönnuðir, verkfræðingar, arkitektar...

-auðvelt með að sjá hlutina fyrir sér eins og þeir líta út í raun og veru

-þeir sjá í þrívídd 

 

Þrívídd 

-mjög handhægur eiginleiki

-athugul á umhverfi sitt

-gjarnan talin á undan í þroska og miklar væntingar gerðar til þeirra varðandi nám 

 

Upphaf skólagöngu

-hæfileikinn til að sjá hlutina í þrívídd verður nú hindrun og þróast út í námsörðugleika í t.d. lestri, skrift eða stærðfræði

-alveg sama hve þau einbeita sér, ástandið versnar bara og versnar

-við að beita sömu tækni/hugarstarfsemi og áður, komast þau í enn frekari ógöngur 

 

Skynvillan 

-þau verða ringluð og ráðþrota og upplifa skynvillu

-þau sjá ekki lengur það sem stendur á blaðinu, heldur það sem þau halda að standi þar.  Stafir brenglast og fara jafnvel á hreyfingu 

 

Mynd fyrir hvert orð 

-merking þeirra orða sem valda ruglingi og skynvillu  eru sett í leir

-þau búa sér til sína eigin mynd

-kveikjuorð í íslensku u.þ.b. 400

-getur tekið langan tíma og klárast engan veginn í sjálfri þjálfuninni