Hólmfríður E. Guðmundsdóttir

Hólmfríður er BA í frönsku, með íslensku sem aukagrein og tók síðan uppeldis- og kennslufræði frá HÍ.

Hún kenndi við Heyrnleysingjaskólann til margra ára, á grunn- og framhaldsskólastigi. Þaðan fór hún til starfa hjá Menningar-og fræðslusambandi alþýðu (sem seinna sameinaðist Mími símenntun) og var þar verkefnastjóri ásamt kennslu á ýmsum námskeiðum.

Árið 2004 lauk hún námi hjá Davis Dyslexia Association sem Davis-lesblinduráðgjafi og stofnaði Lesblindu ehf ásamt Guðrúnu og hafa þær starfað þar óslitið síðan.