Náðargjöfin

Lesblindan er bæði náðargjöf og vandamál.

Vandamálið kemur yfirleitt ekki í ljós fyrr en börn eru komin í skóla og glíma við tvívíð tákn í rituðu máli.

Einkenni lesblindunnar eru alls ekki eins hjá öllum en hér koma þau helstu.

 

Náðargjöfin

Kannast þú við:

Að hafa hæfileika til að breyta og skapa skynjun.

Að vera sérstaklega meðvitaður um umhverfi sitt.

Að hugsa frekar í myndum en orðum sem gerir hugsunina mun hraðari.

Að geta upplifað hugsun sem veruleika.

Að hafa sérstaklega mikið ímyndunarafl.

Að skynja og hugsa í margvídd.

Að nýta öll skilningarvitin í einu.

Að vera mjög forvitin.

 

Vandamálin

Kannast þú við:

Að sleppa stöfum eða víxla við lestur.

Að finnast stafir hreyfast eða hverfa.

Að breyta röðun stafanna.

Að fara línuvillt.

Að eiga erfitt með stafsetningu.

Að gera ekki mun á stórum og litlum stöfum.

Að lesa ekki eftir greinarmerkjum.

Að svima, syfja eða vera flökurt við lestur.

Að eiga erfitt með að skrifa skiljanlega.

Að vera í vandræðum með stærðfræði og tölur.

Að heyra ekki sömu hljóð og aðrir.

Að eiga erfitt með að sitja kyrr og fylgjast með.

Að þekkja ekki hægri og vinstri.

Að umhverfið truflar.

Að vera áttavilltur.

Að eiga erfitt með að læra á klukku.

Að vera aldrei á réttum tíma.

Að gleyma þér í dagdraumum og fylgjast ekki með.

Að eiga erfitt með að skipuleggja þig.

Að hafa sterkt ímyndunarafl.

 

Með Davis® aðferðinni leiðbeinum við lesblindum hvernig þeir geta notað náðargjöfina til að vinna á vandamálinu.