Davis® - leiðrétting

Davis® - mat

Einstaklingur kemur í viðtal þar sem metið er hvort og hvernig aðferðin hentar viðkomandi.

Davis® - leiðrétting

Við tekur 5 daga vinna, alls 30 klukkustundir og er þar unnið markvisst með grunntákn í ritmáli um leið og sérstök athyglisbeiting er æfð. Leir er notaður við að kljást við stafi, tákn, merkingu orða og fleira. Í lokin er þjálfaður stuðningsaðili til að aðstoða við áframhaldandi vinnu sem nauðsynleg er til að tryggja árangur.

Boðið er upp á eftirfylgni að lokinni leiðréttingu.

Davis® aðferðin getur líka tekið á þáttum eins og stærðfræði, skriftarörðugleikum, ofvirkni og athyglisbresti.  Yfirleitt er hér um að ræða viðbót við venjulega lestrarleiðréttingu.